• fös. 13. nóv. 2009
  • Landslið

U21 karla leikur við San Marínó - Byrjunarliðið tilbúið

Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli
Isl_SanMarino2009

Strákarnir í U21 leika í kvöld kl. 19:30 við San Marínó og er leikið ytra.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2011 en Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt  í leiknum.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Eggert Gunnþór Jónsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir: Jón Guðni Fjóluson og Hólmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Hægri kantur: Birkir Bjarnason

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Eyjólfur getur reyndar ekki stjórnað liðinu af bekknum í kvöld, hann verður upp í stúku þar sem hann fékk brottvísun í síðasta leik liðsins.  Tómas Ingi Tómasson mun stjórna liðinu frá hliðarlínunni í þessum leik.

Hægt verður að fylgjast með leiknum í einni útsendingu á heimasíður Ríkissjónvarps San Marínó, www.sanmarinortv.sm og einni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.