Fjórir nýliðar léku gegn Íran
Fjórir nýliðar léku í vináttulandsleik gegn Íran síðastliðinn þriðjudag í Teheran en leiknum lauk með 1 - 0 sigri heimamanna. Þrír þeirra voru í byrjunarliðinu og sá fjórði kom inn í leikhléi. Þetta var fyrsti landsleikur á milli þessara þjóða.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Ari Freyr Skúlason, Atli Guðnason og Steinþór Freyr Þorsteinsson en þeir hófu allir leikinn. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom svo inná í leikhléi.
Framundan er svo vináttulandsleikur gegn Lúxemborg ytra en leikið verður á laugardaginn. Hluti hópsins er lék í Teheran kom heim í gær en hinir eru nú komnir til Lúxemborg og hafa fleiri bæst þar í hópinn en laugardagurinn er alþjóðlegur landsleikjadagur.