• þri. 10. nóv. 2009
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Íran - Leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport

Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009
Byrjunarlid-Sudur-Afrika-oktober-2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Íran í vináttulandsleik í dag kl. 14:30.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 14:20.  Leikið er á Azadi leikvangnum í Teheran.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson

Tengiliðir: Helgi Valur Daníelsson, Jónas Guðni Sævarsson og Ólafur Ingi Skúlason

Hægri kantur: Steinþór Freyr Þorsteinsson

Vinstri kantur: Atli Guðnason

Framherji: Heiðar Helguson, fyrirliði

Þrír nýliðar eru í byrjunarliði Íslands, Ari Freyr Skúlason, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Atli Guðnason.

Hópurinn æfði í gærkvöldi á Azadi vellinum og voru aðstæður þar frábærar.  Eftir æfingu fór svo fram hin venjubundna spurningakeppni hópsins og fór svo að þjálfarar og liðsstjórn sigruðu keppnina en þetta er í fyrsta skiptið sem það hefur gerst síðan að Gunnleifur markvörður tók við stjórnartaumunum.  Hlutu sigurvegararnir 13 stig, gamlir komu þar á eftir með 12 stig en ungir hlutu 10 stig.