• mán. 09. nóv. 2009
  • Landslið

Æft á Azadi vellinum í dag

Azadi völlurinn í Teheran
Azadistadium_tehran_iran

Íslenski landsliðshópurinn er um þessar mundir í Teheran þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn Íran.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudag, og hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Útsendingin þar hefst kl 14:20.

Hópurinn æfði í gærkvöldi og voru aðstæður hinar bestu, æfingavöllurinn góður og veðrið ákaflega gott.  Vel fer um hópinn sem notar fyrri part dagsins í dag í skoðunarferð um borgina.  Hópurinn fór meðal annars upp í 3.200 metra hæð með fjallakláfi og þótti búningastjóranum jarðbundna, Birni Ragnari Gunnarssyni, nóg um enda var hann heila eilífð að sjá alla leið niður.

Æft verður á keppnisvellinum, Azadi vellinum, seinna í dag.  Völlurinn tekur um 90.000 manns í sæti en heimamenn búast við um 30.000 þúsund manns á leikinn á morgun.