• fim. 05. nóv. 2009
  • Fræðsla

UEFA A endurmenntun þriðjudaginn 10. nóvember

John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall
John_Peacock

Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum með KSÍ A og/eða UEFA A þjálfaragráðu og er hluti af endurmenntun þeirra þjálfara.

Dagskrá

Kórinn

17:00-17:50 - Fyrirlestur sem ber yfirskriftina “Beating the block – attacking teams who defend deep”

18:00-19:30 - Peacock og Bate stjórna æfingu. Sýnikennsluhópur verður mfl. karla hjá Breiðabliki.

19:45-20:30 - Farið stuttlega yfir það hvað gert var á æfingunni. Spurningar og svör.

  • John Peacock, English F.A. Head of coaching –  John er yfirmaður á enska Pro licence þjálfaranámskeiðinu og kennir einnig á því námskeiði.  Hann hefur einnig þjálfað yngri landslið Englands undanfarin ár og hefur því unnið með mörgum af bestu knattspyrnumönnum Englands.  John kom U-17 landsliði Englands í úrslitaleik Evrópukeppni 17 ára landsliða í fyrra og hefur einnig starfað sem Knattspyrnuakademíustjóri Derby County.  Hann hefur stýrt enskum landsliðum í yfir 100 landsleikjum.  
  • Dick Bate er Elite coaching manager hjá enska knattspyrnusambandinu.  Hann hefur áður þjálfað yngri landslið Englands, verið technical director hjá Kanadíska knattspyrnusambandinu og hjá Watford.  Dick hefur að auki verið kennari á Pro licence námskeiðum enska knattspyrnusambandsins.

Báðir fyrirlesararnir hafa kennt á KSÍ VI þjálfaranámskeiðunum sem haldin hafa verið í Englandi undanfarin ár og eru þekktir sem afburðagóðir og eftirsóttir  fyrirlesarar.

Námskeiðið kostar 2.000 kr. Fleiri slík námskeið/fyrirlestrar verða haldnir á næstu mánuðum en eina leiðin til að endurnýja A-gráðu réttindin er að mæta á endurmenntunarnámskeið hjá KSÍ.

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.

 

.