• fim. 05. nóv. 2009
  • Fræðsla

Markvarðanámskeið á Akureyri

Þór
Thor_A

Helgina 20. – 22. nóvember nk. ætlar Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu að halda markvarðanámskeið á vegum Þórs í Boganum á Akureyri.

Námskeiðið er þrískipt og fara æfingar fram á föstudag, laugardag og sunnudag og standa í 40 mínútur í senn.

Aldurshópurinn 8-12 ára æfir saman (6. og 5. flokkur) og aldurshópurinn 13 ára og upp úr (4.flokkur og eldra) æfir saman. Að sjálfsögðu eru bæði strákar og stelpur hvött til að taka þátt!

Kostnaður við námskeiðið er 6500 krónur á hvern þátttakenda og fer skráning fram í tölvupósti hjá Hlyn Birgissyni yfirþjálfara Þórs Akureyri á yfirtjalfari@gmail.com. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið á sama netfangi. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 16. nóvember. (Munið að skrá upplýsingar um símanúmer, aldur og heimilisfang).

Íþróttafélagið Þór hefur engan hagnað af námskeiðinu, ætlunin er eingöngu að gefa markvörðum á landsbyggðinni tækifæri til að fá úrvalsþjálfun hjá toppmarkverði og hvetjum við alla áhugasama markverði sem hafa áhuga til þess að skrá sig sem fyrst!