• mið. 04. nóv. 2009
  • Fræðsla

Grindavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Grindavík
grindavik

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 2010.
 
Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með daglegum rekstri og umfangi knattspyrnudeildar UMFG samkvæmt starfslýsingu, lögum félagsins og kröfum leyfiskerfis KSÍ. Starfið er umfangsmikið og krefjandi.
 
Hæfniskröfur eru knattspyrnuástríða, frumkvæði, góð mannleg samskipti, menntun sem nýtist í starfi og mjög góð þekking á starfsumhverfi knattspyrnunnar á Íslandi.
 
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu (ásamt andlitsmynd og meðmælum) skal senda á umfg@centrum.is síðasta lagi 15. nóvember næstkomandi. 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 691 4030 eða 69 69 234.