• mán. 02. nóv. 2009
  • Fræðsla

Þjálfari í bandarísku kvennadeildinni með fyrirlestur

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new

Þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember.

Pauliina Miettinen er verðandi þjálfari Sky Blue frá New Jersey. Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið, eða kl. 19.15-20.30 heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu í Smáranum.  Æfingin og fyrirlesturinn er öllum opin og ókeypis er fyrir meðlimi KÞÍ en aðrir borga 500 krónur.

Miettinen hóf þjálfaraferil sinn 1999 sem aðstoðarþjálfari Franklin Pierce háskólans og hjálpaði liðinu að landa fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Árið 2001 flutti hún sig um set til Barry University í Flórída og var aðstoðarþjálfari þar í þrjú tímabil áður en hún flutti sig um set og varð partur að þjálfarateymi Florida State háskólans árið 2005. Undanfarin ár hefur Miettinen þjálfað FC Kontu og PK-35 í Finnlandi en tekur nú við Sky Blue frá New Jersey, meistaraliði bandarísku atvinnumannadeildarinnar.

Með Sky Blue leika margir sterkir leikmenn, þar á meðal bandarísku landsliðskonurnar Christie Rampone, Carli Lloyd og Natasha Kai ásamt landsliðskonum frá Brasilíu og Englandi. Hólmfríður Magnúsdóttir mun leika í deildinni á næsta ári hjá Philadelphia Independence.