Ár síðan að Írar voru lagðir í Laugardalnum
Í dag, 30. október, er rétt ár síðan að íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi. Mótherjarnir fyrir ári síðan voru Írar og er óhætt að segja vallaraðstæður hafi verið erfiðar báðum liðum. Dúðaðir áhorfendur létu sér hins vegar fátt um finnast, líkt og íslensku stelpurnar, og í lokin var stiginn sigurdans í Laugardalnum.
Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar.