• fös. 23. okt. 2009
  • Landslið

Stelpurnar æfa á keppnisvellinum í dag

Heimavöllur Lyon, Stade de Gerland
lyon_gerland1

Íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar mætir liðið Frökkum á morgun í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Fyrirfram er búist við að þessar tvær þjóðir berjist um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið hefur unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og Frakkar hafa unnið sinn eina leik sem þeir hafa leikið.

Vel fer um hópinn í Frakklandi, aðstæður mjög góðar og veðrið með besta móti.  Allir leikmenn verða á æfingunni í dag fyrir utan Söru Björk Gunnarsdóttur sem á við veikindi að stríða.

Eftir leikinn við Frakka heldur liðið svo til Norður Írlands þar sem leikið verður við heimastúlkur á miðvikudaginn.  Norður Írar leika sinn fyrsta leik í riðlinum á morgun gegn Krótötum.

Riðill Íslands