• þri. 20. okt. 2009
  • Landslið

Geysisterkur riðill Íslands á Algarve Cup

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi
375204

Íslenska kvennalandsliðið tekur sem fyrr þátt á Algarve Cup á næsta ári en mótið fer fram dagana 24. febrúar til 3. mars að þessu sinni.  Þarna mæta til leiks mörg af sterkustu landsliðum í kvennaknattspyrnunni en búið er að skipta í riðla.  Verkefnið er ærið hjá stelpunum okkar því Ísland leikur í B riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Noregi.  Í A riðli leika svo Þýskaland, Finnland, Kína og Danmörk.

Bandaríkin eru skipa efsta sætið á styrkleikalista FIFA, Svíþjóð eru í því fjórða og Noregur í sjöunda sætinu.  Ísland er svo í sautjánda sæti listans.

Eftir hefðbundna keppni í riðlum er svo leikið um sæti en neðsta liðið í hvorum riðli leikur gegn liði úr C riðli keppninnar en ekki er endanlega ljóst hvaða þjóðir munu skipa þann riðil.