• mán. 19. okt. 2009
  • Landslið

Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum

Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009
ISL FRA EM 2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Frökkum og Norður Írum í undankeppni HM 2011 og fara báðir leikirnir fram ytra.  Leikið verður við Frakka laugardaginn 24. október í Lyon en leikurinn við Norður Íra fer fram í Belfast, miðvikudaginn 28. október.

Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína hingað til í keppninni og Frakkar hafa unnið sinn eina leik hingað til.  Norður Írar hafa ekki leikið til þessa í keppninni en Ísland og Norður Írar hafa ekki mæst áður í A landsleik kvenna.

Það er mikil og hörð barátta um að komast í úrslitakeppni HM 2011 sem haldin verður í Þýskalandi að þessu sinni.  Einungis efsta þjóð riðilsins kemst áfram og þarf hún þá að leika í umspili um sæti í keppninni.

Hópurinn

Nánar um leikina