• lau. 17. okt. 2009
  • Leyfiskerfi

Vinnufundur um nýja leyfisreglugerð

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Eins og greint hefur verið frá hafa UEFA og stjórn KSÍ samþykkt nýja leyfisreglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ og tekur sú reglugerð gildi fyrir leyfisferlið sem hefst 15. nóvember næstkomandi, vegna leyfisferlisins fyrir keppnistímabilið 2010. 

Á laugardag var haldinn fundur í höfuðstöðvum KSÍ með þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið og farið yfir breytingar milli ára og ýmis önnur mál sem tengjast leyfiskerfinu og leyfisferlinu.  Leyfiskerfi KSÍ nær til tveggja efstu deilda Íslandsmóts karla - Pepsi-deildar og 1. deildar.  Til fundarins voru boðaðir fulltrúar þessara félaga, auk fulltrúa þeirra félaga sem féllu úr 1. deild á nýliðnu keppnistímabili.

Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, fór stuttlega yfir leyfisferlið 2009 og komandi leyfisferli fyrir keppnistímabilið 2010, auk þess að greina frá helstu niðurstöðum þeirra úttekta sem UEFA framkvæmdi á leyfiskerfinu og gögnum félaga í septembermánuði. - Glærur.

Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, kynnti helstu breytingar á milli ára, yfirfærslunni frá leyfishandbók yfir í leyfisreglugerð, og kynnti einnig hvað væri framundan í leyfismálum, bæði á Íslandi og í Evrópu. - Glærur.