• fös. 16. okt. 2009
  • Landslið

Mikilvægir leikir framundan hjá kvennalandsliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009
Ísland-Eistland

Framundan eru tveir mikilvægir landsleikir hjá kvennalandsliðinu síðar í mánuðinum og fara þeir báðir fram ytra.  Laugardaginn 24. október verður leikið gegn Frökkum og miðvikudaginn 28. október eru Norður Írar mótherjarnir.

Heimavöllur Lyon, Stade de GerlandLeikurinn gegn Frökkum fer fram í Lyon og hinum glæsilega Stade de Gerland, heimavelli franska félagsins Lyon.  Völlurinn tekur um 40.000 áhorfendur og þykir hinn glæsilegasti.  Dómari leiksins er hin þýska Christine Beck en hún dæmdi einmitt eftirminnilegan leik Íslands og Írlands á Laugardalsvelli fyrir rétt tæpu ári þegar Íslands tryggði sér sæti á EM í Finnlandi.  Christine til aðstoðar verða löndur hennar, Inka Müller og Katrin Rafalski.Heimavöllur Glentoran í Belfast, The Oval

Leikurinn við Norður Íra fer fram í Belfast á The Oval, heimavelli Glentoran.  Dómari þess leiks er Sandra Braz Bastos frá Portúgal og með henni verða Alfredo Augusto Fernandes Braga og Marlene Maria Araujo Vieira, einnig frá Portúgal.

Frakkar hafa unnið sinn eina leik í riðlinum til þessa en Norður Írar hafa enn ekki leikið í riðlinum til þessa.

RIðillinn