• þri. 13. okt. 2009
  • Landslið

Ísland - Norður Írland hjá U21 karla í dag kl. 15:00 - Byrjunarliðið tilbúið

Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli
Isl_SanMarino2009

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í dag í undankeppni fyrir EM og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli kl. 15:00.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 6 stig úr leikjunum þremur til þessa.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir: Jón Guðni Fjóluson og Elfar Freyr Helgason

Tengiliðir: Guðmundur Kristjánsson, Almarr Ormarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Hægri kantur: Andrés Már Jóhannesson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Alfreð Finnbogason

Veikindi hafa skotið sér niður í íslenska hópnum og eru þeir Bjarni Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason og Hólmar Örn Eyjólfsson ekki leikfærir í dag vegna þeirra.

Þessar þjóðir mættust í síðasta mánuði ytra og sigruðu þá Íslendingar með sex mörkum gegn tveimur.  Ísland lék svo við San Marínó hér á Laugardalsvelli síðastliðinn föstudag vann öruggan sigur, 8 - 0.

Norður Írar eru án stiga eftir tvö leiki en hinum leiknum töpuðu þeir gegn Tékkum á útivelli, 2 - 0. 

Það er óhætt að hvetja knattspyrnuáhugamenn að mæta á leikinn og sjá okkar efnilegustu knattspyrnumenn í hörkuleik í Grindavík.

Áfram Ísland!