Sigur gegn Búlgaríu hjá U19 karla
Strákarnir í U19 léku í dag síðasta leik sinn í undankeppni fyrir EM en riðill þeirra var leikinn í Bosníu. Íslenska liðið lék gegn Búlgaríu og unnu góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1 – 2.
Þar sem Norður Írar unnur öruggan sigur á Bosníu þá endar Ísland í þriðja sæti riðilsins á eftir Norður Írum og Bosníu sem að hafa tryggt sér sæti í milliriðlum.
Ekki er þó öll nótt úti enn á íslenska liðinu þar sem að þær tvær þjóðir með bestan árangur í þriðja sæti, komast einnig áfram. Riðlarnir eru alls þrettán og er einungis tekin árangur gegn liðunum sem hafna í fyrsta og öðru sæti við útreikninginn á besta árangri í þriðja sæti. Úr þessum leikjum er Ísland með eitt stig og markatöluna, 0 – 1.