• mán. 12. okt. 2009
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í eldlínunni á miðvikudaginn

KSÍ er aðili að dómarasáttmála UEFA
LOGO_-_Referee_Convention_Member_-_Portrait-on-white

Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti í vikunni og eru þeir að störfum við tvö verkefni á erlendri grundu á miðvikudaginn.  Kristinn Jakobsson dæmir leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 og Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Hvíta Rússlands og Albaníu í undankeppni U21 karla.

Kristni til aðstoðar í Búlgaríu verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.  Með Jóhannesi í Hvíta Rússlandi verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason.  Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Kristinn JakobssonJóhannes Valgeirsson