• fös. 09. okt. 2009
  • Landslið

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld - Byrjunarliðið tilbúið

Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli
Isl_SanMarino2009

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er þriðji leikur strákanna í riðlinum en þeir hafa þrjú stig eftir tvö leiki.

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og er það þannig skipað:

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Aðrir leikmenn: Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason, Rúrik Gíslason fyrirliði, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson.

Tékkar leiða riðilinn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Þjóðverjar og Íslendingar koma næstir með þrjú stig.  Íslendingar töpuðu fyrsta leik sínum gegn Tékkum á heimavelli en unnu svo góðan sigur á Norður Írum ytra með sex mörkum gegn tveimur.

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til þess að kom og fylgjast með okkar efnilegustu leikmönnum baðaða í fljóðljósum á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst sem fyrr segir kl 19:00 og er aðgangur ókeypis.

Áfram Ísland!!