• fös. 09. okt. 2009
  • Fræðsla

Bleika slaufan í tíunda sinn

Bleika slaufan
bleikaslaufan-3-10-2008-8138

Bleika slaufan, söfnunar- og árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands (KÍ), hófst formlega 1. október síðastliðinn og setti félagið sér það markmið að selja 45 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Þetta er jafnframt í tíunda sinn sem bleika slaufan er seld hérlendis. KSÍ hefur ákveðið að vekja athygli á verkefninu með því að breyta litum á forsíðu vefs síns eilítið og leyfa bleikum að njóta sín.

Allur ágóði af sölu bleiku slaufunnar fer að þessu sinni til leitarstarfs KÍ. Slaufan í ár er hönnuð af Sif Jakobs, sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu fyrir skartgripahönnun sína.

Tíu ár eru frá því að árveknisátaki um brjóstakrabbamein var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.

Í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust varð fljótlega ljóst að ekki fengist nægilegt rekstrarfé til leitarstarfs Krabbameinsfélagsins og því var nauðsynlegt að grípa til ýmissa hagræðingaraðgerða.

Söluaðilar bleiku slaufunnar
Bleika slaufan kostar aðeins 1.000 krónur, sem er sama verð og í fyrra, og verður hún til sölu dagana 1.-15. október hjá eftirtöldum söluaðilum sem selja slaufuna án álagningar.

Apótek:
Apótekarinn, Apótekið, Lyf og heilsa, Lyfja, Reykjavíkurapótek og Lyfjaval.

Verslanir og afgreiðslustöðvar:
Frumherji, Pósturinn, Eirberg, Eymundsson, Penninn, Nóatún, Þín verslun (Miðbúðin og Melabúðin) og Samkaup (Strax, Úrval, Nettó, Kaskó og Hyrnan).

Leigubifreiðar:
Hreyfill.

Kaffihús:
Kaffiheimur, Kaffitár og Te & kaffi.

Dreifingaraðilar:
Margt Smátt (sími 585-3500) og Parlogis (sími  5900-200).

Eyrnalokkarnir og hálsmenið verða einungis til sölu hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8, í Saga Boutique og hjá söluaðilum Sif Jakobs á Íslandi sem eru: Verslanir Leonard í Kringlunni, Smáralind og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Halldór Ólafsson á Akureyri og 1919 Hótel. Eyrnalokkarnir kosta 9.500 krónur en hálsmenið 11.500 krónur.