Miðasala hafin á Ísland - Suður Afríka
Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.
Það verður spennandi verkefni fyrir íslenska liðið að spreyta sig á móti Suður Afríkumönnum en þessar þjóðir hafa mæst tvisvar áður. Jafntefli varð í leik þjóðanna sem leikinn var í Þýsklandi árið 1998, 1 -1 en Íslendingar höfðu betur á Laugardalsvelli árið 2005, 4 – 1.
Miðaverði er stillt í hóf og er miðaverð í forsölu frá 1.000 krónum upp í 2.500 krónur. Það er því um að gera að næla sér í miða í tíma.
Verð (í forsölu til og með 12. október):
- Rautt Svæði, 3.000 kr (2.500 í forsölu)
- Blátt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)
- Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)
Áhorfendur geta virkað sem vítamínsprauta á strákana sem hafa verið að spila einstaklega vel í síðustu leikjum. Mætum á völlinn og hvetjum strákana til sigurs á Laugardalsvellinum.