• mán. 05. okt. 2009
  • Fræðsla

Uppbygging kvennaknattspyrnu á Englandi

Merki enska knattspyrnusambandsins
Merki-enska-sambandsins

Í dag fóru 11 fulltrúar frá Íslandi að kynna sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Englandi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Að þessu sinni fór breiður hópur fulltrúa úr íslenskri kvennaknattspyrnu og er um að ræða sambland af nefndarfólki úr landsliðsnefnd kvenna, unglinganefnd kvenna, landsliðsþjálfarar og fulltrúar nokkurra aðildarfélaga KSÍ.

Hópurinn mun fá fyrirlestra frá enska knattspyrnusambandinu, fylgjast með síðari leik Röa og Everton í Meistaradeild kvenna en þjálfari Everton er einmitt hin kunna Mo Marley.  Einnig verður fræðst um uppbyggingu kvennaknattspyrnu frá grasrótinni og alla leið upp í A-landslið kvenna.  Meðal fyrirlesara er Hope Powell A-landsliðsþjálfari kvenna hjá Englandi sem nýverið lenti í 2. sæti í lokakeppni EM í Finnlandi.

Dagskrá