• fös. 02. okt. 2009
  • Landslið

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir tvo leiki

Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.
U21 gegn Tékklandi ágúst 2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM og fara báðir leikirnir fram hér á landi.  San Marínó verða mótherjarnir á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og Norður Írar mæta til leiks á Grindavíkurvöll, þriðjudaginn 13. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00.

Eyjólfur velur að þessu sinni 20 leikmenn í hópinn en þeir Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson munu einungis leika fyrri leikinn þar sem þeir eru í A landsliðinu sem mætir Suður Afríku 13. október.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki leikið áður fyrir U21karla, þeir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki og Jóhann Laxdal úr Stjörnunni.

Hópurinn