Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið framundan í október
Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.
Bókleg kennsla fer fram í fræðslusetri KSÍ og verkleg kennsla í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi.
Enn eru örfá sæti laus á fyrra námskeiðið (9.-11. október) og nóg af lausum sætum á seinna námskeiðið (16.-18. október).
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: Nafn, kennitala, heimilisfang, gsm-símanúmer, tölvupóstfang, félag (ef við á) og hvort námskeiðið þið óskið eftir að sækja (9.-11. október eða 16.-18. október). Þátttökugjald er kr. 15.000,-
Dagskrá námskeiðanna má sjá hér að neðan.