• þri. 29. sep. 2009
  • Fræðsla

Dagskrá bikarráðstefna á laugardag og sunnudag

VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ
visa-Bikarinn50ara

Um næstu helgi (3. og 4. október) standa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands sameiginlega að ráðstefnum í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Fram og Breiðablik leika til úrslita í VISA-bikar karla laugardaginn 3. október kl. 14:00 og Valur og Breiðablik leika til úrslita í VISA-bikar kvenna sunnudaginn 4. október kl. 14:00.

Dagskrá má sjá hér neðar .

Aðgangseyrir er 500 krónur hvorn dag fyrir félagsmenn KÞÍ og 1.000 krónur fyrir ófélagsbundna. Innifalið í því er meðal annars veitingar fyrir leik og miði á úrslitaleikinn.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.

 

Bikarráðstefnuhelgi KSÍ og KÞÍ

3. – 4. október 2009

Bikarráðstefna karla – laugardaginn 3. október.

10:00     Ávarp formanns KÞÍ:  Sigurður Þórir Þorsteinsson            

10:10     Er hægt að lengja tímabilið á Íslandi með betri umhirðu knattspyrnuvalla og betra grasi?
                Einar Friðrik Brynjarsson grasvallasérfræðingur

10:40     Er íslenska A-landslið karla á réttri leið?  Reynslan af þjálfun liðsins fyrstu tvö árin.   
                Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla

11:20     Kaffi
11:30     Bikarkeppni KSÍ í 50 ár

                Skapti Hallgrímsson

12:00     Liðin í úrslitaleiknum – spáð í spilin

Þjálfarar Fram og Breiðabliks mæta og leggja upp leikinn

Veitingar og miði á völlinn í boði KSÍ og KÞÍ

14:00     Úrslitaleikur VISA-bikars karla þar sem Fram og Breiðablik mætast        

Ráðstefnustjóri:  Kristján Guðmundsson

 

Bikarráðstefna kvenna – sunnudaginn 4. október.

10:00     Ávarp formanns fræðslunefndar KSÍ:  Ingibjörg Hinriksdóttir

10:10     Munur á þjálfun stúlkna og pilta.
                Þorlákur Már Árnason þjálfari U17 landsliðs kvenna og yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

10:40     Leiðin í úrslit – U19 landslið kvenna. 
                Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari U19 landsliðs kvenna

11:10     Kaffi
11:20     Ísland í lokakeppni EM 2009.

              Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna, fræðslustjóri KSÍ.

12:00     Liðin í úrslitaleiknum – spáð í spilin
                Þorkell Máni Pétursson þjálfari mfl.kvenna Stjörnunnar

Þjálfarar Vals og Breiðabliks mæta og leggja upp leikinn

Veitingar og miði á völlinn í boði KSÍ og KÞÍ

14:00     Úrslitaleikur VISA-bikars kvenna þar sem Valur og Breiðablik mætast

Ráðstefnustjóri:  Úlfar Hinriksson