Stjórn KSÍ samþykkir nýja Leyfisreglugerð
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 15. september Leyfisreglugerð KSÍ sem tekur við af Leyfishandbók KSÍ. Ekki er um verulegar efnislegar breytingar að ræða frá handbókinni en reglugerðin tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi og verður unnið samkvæmt henni í við veitingu þátttökuleyfa í Pepsi-deild karla og 1. deild karla fyrir keppnistímabilið 2010.
Leyfisreglugerð KSÍ - Tekur gildi 1. nóvember 2009