• mán. 21. sep. 2009
  • Landslið

Jafntefli hjá stelpunum í U19 gegn Sviss

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september
U19 kv gegn Portúgal sept 2009

Stelpurnar í U19 gerðu í dag jafntefli gegn stöllum sínum frá Sviss en leikurinn er í riðlakeppni EM U19 kvenna og er leikið í Portúgal.  Lokatölur urðu 1 - 1 en þannig var staðan í hálfleik. 

Sviss komst yfir strax á þriðju mínútu en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fimm mínútum síðar.  Fyrri hálfleikurinn var í nokkru jafnvægi en íslenska liðið ógnaði meira, áttu m.a. skot í þverslá og mark var dæmt af vegna rangstæðu.

Í síðari hálfleik var svissneska liðið skeinuhættara en mörkin urðu ekki fleiri.  Besta færið kom á 88. mínútu þegar að Sviss fékk dæmda vítaspyrnu en hún nýttist ekki og gott jafntefli staðreynd.

Síðasti leikurinn hjá stelpunum er gegn Rúmeníu næstkomandi fimmtudag en Rúmenar töpuðu fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Sviss, 0 - 5.  Portúgal og Rúmenía leika síðar í kvöld í riðlinum.  Tvær efstu þjóðirnar komast áfram upp úr riðlinum og stendur Ísland því ágætlega að vígi fyrir lokaumferðina.