• mið. 16. sep. 2009
  • Leyfiskerfi

Gæðaúttekt SGS 2009 lokið

Christian Rathje - Fulltrúi SGS
leyfiskerfi-christianrathje-sgs-2009

Á miðvikudag fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af fulltrúa SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Öll uppbygging leyfiskerfis KSÍ er skoðuð, verkferlar, vinnulag og fleira sem snýr að stjórnun leyfiskerfisins.  Þessi úttekt SGS er árviss viðburður og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ, annað árið í röð, en þó var bent á tvö minniháttar atriði sem þörfnuðust lagfæringar.

Nú stendur einnig yfir önnur úttekt leyfiskerfisins á vegum UEFA, sem nýtur til þess aðstoðar PwC á Íslandi.  Í þeirri úttekt (compliance audit) er áherslan á gögn félaganna sem undirgangast leyfiskerfið og gögn þeirra félaga sem léku í Evrópukeppni á árinu grandskoðuð sérstaklega.  Þrír fulltrúar PwC fara yfir gögnin ásamt einum fulltrúa UEFA.