Vináttulandsleikur gegn Lúxemborg 14. nóvember
Knattspyrnusambönd Íslands og Lúxemborg hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 14. nóvember næstkomandi. Leikið verður í Lúxemborg og er þetta í sjöunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast.
Síðasti leikur á milli þjóðanna fór fram fyrir 10 árum. Íslendingar sigruðu þá með tveimur mörkum gegn einu og voru það Arnar Gunnlaugsson og Helgi Sigurðsson sem að skoruðu mörk Íslendinga í þessum leik. Í leikjunum sex hafa Íslendingar farið fjórum sinnum með sigur af hólmi en tvisvar hefur orðið jafntefli.