• fös. 11. sep. 2009
  • Landslið

Ekkert stöðvar Þjóðverjana

uefa
uefa

Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu virðist vera óstöðvandi.  Þær þýsku tryggðu sér á fimmtudag sjöunda Evrópumeistaratitil sinn með 6-2 sigri á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í Finnlandi.

Enska liðið hefur komið nokkuð á óvart á þessu móti og hefur leikið vel.  Margir sparkspekingar héldu jafnvel að England myndi standa í Þýskalandi í úrslitaleiknum.  Sú varð raunin, fyrsta klukkutímann.

Þjóðverjar náðu tveggja marka forystu áður en Englendignar minnkuðu muninn um miðjan fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik.  Fljótlega eftir hlé juku Þjóðverjar forystuna að nýju, en aftur minnkuðu Englendingar muninn.  Eftir klukkutíma leik setti þýska liðið hins vegar í fluggír og þær ensku áttu ekki nokkra möguleika.  Lokatölur leiksins urðu því 6-2 Þýskalandi í vil, og fimmti Evrópumeistaratitill Þjóðverja í röð því staðreynd.