Treffoloni með fyrirlestur fyrir íslenska kollega
Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara. Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.
Í fyrirlestrinum fór Treffoloni yfir uppbyggingu dómaramála í ítalskri knattspyrnu sem og hann fór yfir ýmis atvik úr ítalska boltanum frá sjónarhóli dómarans.