Ísland - Eistland á fimmtudag
Ísland og Eistland mætast í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hóp sinn fyrr í vikunni.
Íslenska liðið vann Serba í fyrsta leik riðilsins en framundan er mikil barátta því einungis efsta þjóð riðilsins kemst í umspil fyrir HM í Þýsklandi. Hver leikur er því gríðarlega þýðingarmikill í riðlinum og geta áhorfendur skipt sköpum nú sem endranær.
MIðasala á leikinn er í fullum gangi og er miðaverði stillt í hóf. Aðeins 1.000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri og fer miðasalan fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.