• þri. 08. sep. 2009
  • Landslið

Þjóðverjar mæta Englendingum í úrslitum

uefa
uefa

Þjóðverjar lögðu Norðmenn í seinni undanúrslitaleik EM kvennalandsliða í Finnlandi á mánudag.  Það verða því Englendingar og Þjóðverjar sem leika til úrslita á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 10. september.

Norska liðið náði reyndar forystunni í undanúrslitaleiknum og hélt henni í hálfleik, en Þjóðverjar sýndu mátt sinn og meginn í síðari hálfleik, gerðu þrjú mörk og tryggðu sér sætið í úrslitaleiknum.

Þýskaland hefur unnið EM kvennalandsliða oftar en nokkuð annað land, eða 6 sinnum, og hefur jafnframt unnið mótið síðustu fjögur skipti sem það hefur verið haldið.  Englendingar hafa hins vegar aldrei hampað Evrópumeistaratitlinum.

Úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.