• þri. 08. sep. 2009
  • Dómaramál

Örvar dæmir toppslag í næst efstu deild í Noregi

Örvar Sær Gíslason
Örvar Sær Gíslason 2008

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í efstu deild.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2 en sú sjónvarpsstöð er mörgum aðgengileg hér á landi.  Leikurinn hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma.

Leikurinn er hluti af norrænum dómaraskiptum en það verkefni hefur verið síðastliðinn ár á milli knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum.