Veigar Páll fékk úr fyrir 25 leiki
Veigar Páll Gunnarsson, liðsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fékk afhent gullúr í hádeginu í dag, mánudag. Gullúrið fékk hann afhent frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, af því tilefni að hafa náð 25 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd.
Áfanganum náði Veigar reyndar í nóvember á síðasta ári, í vináttulandsleik gegn Möltu ytra og var leikurinn gegn Norðmönnum um helgina 26. A-landsleikur hans.
Úr reglugerð KSÍ um veitingu heiðursviðurkenninga:
Áletrað úr fyrir 25 landsleiki
Áletrað úr skal veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnumönnum sem náð hafa að leika 25
A-landsleiki.