• lau. 05. sep. 2009
  • Landslið

Allir þrír hittu slána

Vinningshafarnir þrír ásamt Ómari Smárasyni, markaðsstjóra KSÍ
Icelandair2009-Noregur

Í hálfleik á leik Íslands og Noregs á laugardag fengu þrír heppnir vallargestir að spreyta sig á litlum leik.  Leikurinn fólst í því að reyna að hitta markslána frá vítateig, í einni tilraun, og vinningurinn var ekki af verri endanum - flugferð fyrir tvo til útlanda, til áfangastaðar Icelandair.

Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist hið ótrúlega og allir þrír hittu slána við gríðarlegan fögnuð áhorfenda á Laugardalsvelli!  Hreint út sagt ótrúlegt ævintýri fyrir þessa aðila.

Rögnvaldur Þorgrímsson, 15 ára, var fyrstur og setti boltann í slána eins og að drekka vatn.  Næstur var hinn 12 ára Óliver Gylfason sem sýndi fádæma góða spyrnutækni go aftur small bolrinn í slánni.  Síðastur var svo aldursforsetinn, hinn fertugi Jón Karlsson, sem hreinlega hamraði knöttinn í slána.

Áhorfendur á vellinum sátu eftir furðu lostnir yfir þessu öllu saman og fögnuðu þessum kempum gríðarlega þegar þeir gengu af velli, sælir og glaðir.

Vinningshafarnir þrír ásamt Ómari Smárasyni, markaðsstjóra KSÍ