• fös. 04. sep. 2009
  • Landslið

Frækilegt jafntefli Íslendinga gegn Evrópumeisturum Þjóðverja

Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli
U17 kvenna ISL-ÞYS EM sept 20091

Keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna hófst í dag og er fyrsti riðillinn leikinn hér á landi.  Íslensku stelpurnar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þjóðverja á Vodafonevellinum á meðan Frakkar unnu stórsigur á Ísrael á KR vellinum.

Búist var við erfiðum leik fyrir íslensku stelpurnar í dag en þær vörðust vel í byrjun en gestirnir sóttu mikið í byrjun.  Smám saman efldist sjálfstraust stelpnanna og þær fóru að færa sig framar á völlinn.  Markalaust var í leikhléi og snemma í síðari hálfleik fékk islenska liðið líklega besta færi leiksins en það nýttist ekki.  Meira jafnræði var með þjóðunum í síðari hálfleik þrátt fyrir að gestirnir væru meira með boltann.  Okkar stelpur fögnuðu því vel þegar finnski dómarinn flautaði til leiksloka og gott stig í höfn gegn ríkjandi Evrópumeisturum.

Á KR velli gerðu Frakkar út um leikinn gegn Ísrael strax í byrjun og eftir 15 mínútna leik var staðan orðin 3 - 0 fyrir Frakka.  Þær bættu svo tveimur mörkum við fyrir leikhléið.  Frakkar voru áfram mun sterkari aðilinn í síðari hálfeik og mörkin urðu þrjú þá eða átta alls.

Á sunnudaginn eru svo næstu leikir riðilsins.  Í Grindavík mætast Íslendingar og Frakkar og í Keflavík eigast við Þjóðverjar og Ísraelar.  Báðir leikirnir hefjast kl. 13:00.

Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli

 

Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009. Leiknum lauk með markalausu jafntefli