• fös. 04. sep. 2009
  • Landslið

England og Holland í undanúrslit

uefa
uefa

Átta liða úrslitin á EM kvennalandsliða hófust á fimmtudag með fyrri tveimur leikjunum.  Englendingar og Hollendingar komust áfram með því að leggja andstæðinga sína í tveimur hörkuleikjum, en ólíkum þó.

Gestgjafar Finna féllu úr leik með sæmd gegn Englendingum eftir skemmtilegan markaleik.  Enska liðið náði tveggja marka forystu, Finnar minnkuðu muninn og aftur náðu Englendingarnir tveggja marka forystu áður en Finnar minnkuðu muninn á ný.  Lokatölur 3-2 Englandi í vil.

Það var stál í stál þegar Frakkar og Hollendingar mættust.  Franska liðið sótti meira, en Hollendingar gáfur fá færi á sér og beittu skyndisóknum.  Bæði lið fengu úrvalsfæri til að skora en tókst það þó ekki, hvorki í venjulegum leiktíma né í framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, þar sem Hollendingarnir höfðu betur.

Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í dag, föstudag.