• mið. 02. sep. 2009
  • Landslið

Von á um 1000 Norðmönnum á leikinn

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Von er á um 1000 Norðmönnum á landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvellinum á laugardaginn.  Búist má við mikilli stemningu hjá rauðklæddum Norðmönnum og er ljóst að ærið verkefni bíður íslenskra áhorfenda líkt og leikmanna.

Stuðningsveitin Tólfan mun, líkt og áður, koma sér fyrir í I hólfi og lætur vel í sér heyra.  Það eru allir í Tólfunni og eru áhorfendur hvattir til þess að taka vel undir og láta vel í sér heyra.

Miðasala á leikinn er nú í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi á midi.is.  Ef ekki verður uppselt, hefst svo sala á miðum á Laugardalsvelli kl. 12:00 á leikdegi en leikurinn sjálfur hefst kl. 18:45.  Hleypt verður inn á völlinn kl. 17:30.

Áhorfendur eru hvattir til þess að kaupa sér miða í tíma og ekki síður, að mæta tímanlega á völlinn á laugardaginn því að oft myndast biðraðir stuttu fyrir leikinn.

Mætum í bláu - Áfram Ísland