U17 kvenna hefur leik á föstudag í riðlakeppni EM
Dagana 4. - 9. september hefst keppni í riðlakeppni EM U17 kvenna en riðill Íslands fer fram hér á landi. Mótherjar Íslendinga í þessari riðlakeppni verða Þjóðverjar, Frakkar og Ísraelar. Fyrsti leikur Íslands fer fram á Vodafonevellinum á föstudaginn og hefst kl. 15:00.
Riðillinn er óneitanlega krefjandi fyrir íslenska liðið en Þjóðverjar hafa unnið titilinn í bæði skiptin sem úrslitakeppni U17 kvenna hefur farið fram. Þjóðverjar lögðu Spánverja með sjö mörkum gegn engu í úrslitaleik keppninnar á síðasta ári. Þá höfnuðu Frakkar í þriðja sæti í keppninni en árið áður komust Frakkar alla leið í úrslitaleikinn.
Íslenska liðið hefur leik gegn Evrópumeisturum Þjóðverja á föstudaginn og á sama tíma leika Frakkland og Ísrael á KR-vellinum.
Það er um að gera að fjölmenn á þessa leiki á sjá marga af efnilegustu leikmönnum álfunnar og ekki síst að hvetja íslenska liðið í þessu spennandi verkefni.