• þri. 01. sep. 2009
  • Landslið

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Icelandair undirritaður

Frá undirritun samstarfssamning Icelandair og KSÍ
Undirritun Icelandair og KSI

Knattspyrnusamband Íslands og Icelandair undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Icelandair við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum. Jafnframt felst í samningnum að landslið Íslands munu á þessu tímabili ferðast með Icelandair.

KSÍ og Icelandair hafa átt í farsælu samstarfi í áratugi og styrkir þetta samkomulag tengslin enn frekar.  Icelandair hefur verið í lykilhlutverki sem einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ síðustu fjögur árin og með samkomulaginu sem undirritað var í dag er ljóst að Icelandair verður áfram Alltaf í boltanum með KSÍ.

KSÍ vinnur nú að endurnýjun á samstarfssamningum sínum fyrir tímabilið 2010-2013 og er þessi samningur mikilvægur fyrsti áfangi í því ferli.

KSÍ - Alltaf í boltanum