• lau. 29. ágú. 2009
  • Landslið
  • Dómaramál

Finnskur dómari á leik Þýskalands og Íslands

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi
uefa-womens-euro-2009

Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007. 

Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi.  Fjórði dómarinn er svo grískur.

Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er Liana Melania Stoicescu frá Rúmeníu og dómaraeftirlitsmaður er Hollendingurinn Jaap Uilenberg.

Kirsi Heikkinen

Dómari

Kirsi Heikkinen

Tonja Paavola

Aðstoðardómari 1

Tonja Paavola

Corinne Lagrange

Aðstoðardómari 2

Corinne Lagrange

Efthalia Mitsi

Fjórði dómari

Efthalia Mitsi

Eftirlitsmaður UEFA

Liana Melania Stoicescu

Dómaraeftirlitsmaður

Jaap Uilenberg

 

Leikur Þýskalands og Íslands er síðasti leikur íslenska liðsins á EM, en þýska liðið hefur þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í 8-liða úrslitum. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 13:00.