• fös. 28. ágú. 2009
  • Landslið

Ísland á langbestu stuðningsmennina á EM

Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi
375394

Það virðist vera samdóma álit allra þeirra sem fylgjast með EM kvennalandsliða í Finnlandi að íslensku stuðningsmennirnir séu þeir langbestu í keppninni.  Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska liðsins í Tampere og Lahti og haldið uppi frábærri stemmningu í stúkunni svo eftir er tekið.  

Stelpurnar finna svo sannarlega fyrir þessum góða stuðningi og tala iðulega um að þetta sé eins og leika á heimavelli.  Fulltrúar finnsku skipulagsnefndarinnar og UEFA hafa á orði að þessi stemmning sé einstök og stórmerkilegt að fámennasta landið í keppninni skuli eiga svona stóran hóp öflugra stuðningsmanna, fólk á öllum aldri, allir bláklæddir, syngjandi og trallandi íslenska hvatningar- og ættjarðarsöngva. 

Nú er aðeins einn leikur eftir í keppninni hjá islenska liðinu, gegn Þýskalandi á sunnudag.  Eitt er ljóst:  Það verður stuð í stúkunni.

Áfram Ísland, alltaf, alls staðar!