• mið. 26. ágú. 2009
  • Landslið
  • Dómaramál

Rúmenskur dómari dæmir Ísland - Noreg

Cristina Dorcioman
Cristina Dorcioman1

Það verður rúmenskur dómari við stjórnvölinn þegar að Ísland og Noregur mætast á morgun í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður í Lahti og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:30, mætast Þjóðverjar og Frakkar.

Dómarinn heitir Cristina Dorcioman og er þetta annar leikurinn sem hún dæmir í úrslitakeppninni en hún dæmdi fyrsta leik keppninnar, Holland - Úkraína, og fórst það vel úr hendi.  Henni til aðstoðar verða Lada Rojc frá Króatíu og Natalie Walker frá Englandi.  Fjórði dómari verður hin finnska Kirsi Heikkinen og dómaraeftirlitsmaður UEFA er Svíinn Bo Karlsson.

Cristina DorciomanLada RojcNatalie WalkerKirsi Heikkinen