• þri. 25. ágú. 2009
  • Landslið

Svíar efstir í C-riðli eftir öruggan sigur

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi
uefa-womens-euro-2009

Svíar byrjuðu EM með sannfærandi 3-0 sigri á Rússum í 1. umferð riðilsins.  Rússar sáu aldrei til sólar í leiknum og ljóst er að sænska liðið er gríðarsterkt.  Svíar töpuðu fyrir Norðmönnum í æfingaleik skömmu fyrir mót, og ef eitthvað er að marka þessi úrslit, þá virðast þeir hafa unnið vel í þeim atriðum sem þurfti að laga fyrir mótið.

Englendingar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Ítölum 1-2.  Enska liðið missti mann af velli í fyrri hálfleik, rautt spjald, en tókst samt að komast yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu.  Ítalir svöruðu með tveimur mörkum og sigurmarkið kom seint í leiknum, þrumufleygur af löngu færi, óverjandi fyrir markvörð Englendinga.