Mikið endurbættur leikvangur í Lahti
Leikur Íslands og Noregs á Lahden-leikvanginum í Lahti á fimmtudag er annar leikurinn í mótinu sem fer fram á leikvanginum, en þar mættust England og Ítalía í C-riðli. Leikvangurinn er álíka stór og Tampere-leikvangurinn, þar sem Íslands lék fyrsta leik sinn í keppninni, tekur um 7.500 manns í sæti og svipaðan fjölda í stæði.
Nýlega uppgerður leikvangurinn er vel dekkaður í litum keppninnar og skartar sínu fegursta eins og hinir leikvangarnir sem leikið er á.