Leikdagur 1: Stóra stundin nálgast
Leikdagur 1 hjá íslenska kvennalandsliðinu er runninn upp. Fyrsti leikurinn hjá stelpunum okkar er í dag, gegn Frökkum í Tampere. Þetta er stór dagur fyrir íslenska knattspyrnu, en leikmenn og þjálfarar eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar.
Eftir morgunmat tók við frjáls tími, tekið var í spil og ýmislegt fleira gert sér til dundurs. Farið verður í stuttan göngutúr fyrir hádegismat og eftir matinn er hvíldartími. Þremur tímum fyrir leik er svo létt hressing, ávextir og fleira, og fundur. Mæting á leikstað er 90 mínútum fyrir leik.