Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari stelpnanna okkar, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Frökkum. Þetta er fyrsti leikur íslensks A-landsliðs í úrslitakeppni stórmóts. Leikkerfið er hefðbundið – Fjögurra manna varnarlína, tveir varnartengiliðir, einn sóknartengiliður, marksæknir kantmenn og einn miðframherji.
Markvörður
-
Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður
-
Erna B. Sigurðardóttir
Vinstri bakvörður
-
Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir
-
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
-
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Varnartengiliðir
-
Edda Garðarsdóttir
-
Katrín Ómarsdóttir
Sóknartengiliður
-
Sara Björk Gunnarsdóttir
Hægri kantmaður
-
Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantmaður
-
Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji
-
Margrét Lára Viðarsdóttir
Leikurinn á mánudag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á Ratina leikvanginum í Tampere. Þjóðin fylgist spennt með, bæði við sjónvarpsskjáinn heima á Íslandi og á vellinum í Tampere. Búist er við tæplega 7.000 áhorfendum á leikinn. Stelpurnar munu gera allt sem þær geta til að láta draumana rætast. Áfram Ísland, alltaf, alls staðar!