Rússneskur dómari á leik Íslands og Frakklands
Tilkynnt hefur verið hverjir dæma fyrstu leikina í úrslitakeppni EM í Finnlandi. Dómarinn í leik Íslands og Frakklands á mánudag er rússneskur. Aðstoðardómararnir koma frá Ítalíu og Belgíu, og fjórði dómarinn frá Kasakstan. Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er hollenskur.
Dómari
Natalia Avdonchenko (Rússland)
Aðstoðardómarar
Romina Santuari (Ítalía) og Ella De Vries (Belgía)
Fjórði dómari
Yuliya Medvedeva - Keldyusheva (Kasakstan)
Eftirlitsmaður UEFA
Jaap Uilenberg (Holland)