• fös. 21. ágú. 2009
  • Landslið

EM í beinni í þremur heimsálfum

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi
uefa-womens-euro-2009

Úrslitakeppni EM-kvennalandsliða verður í beinni útsendingu í þremur heimsálfum.  Í flestum tilfellum eru sjónvarpsstöðvar að kaupa sýningarréttinn að ákveðnum leikjum í keppninni, en ein stöð, Eurosport, sýnir alla leiki keppninnar beint.  RÚV sýnir beint frá keppninni á Íslandi.

Á meðal útsendingaraðila eru Eurosport, sem sýnir alla leiki keppninnar um alla Evrópu, ARD / ZDF í Þýskalandi, TV4 í Svíþjóð, RÚV á Íslandi, NOS í Hollandi, NRK í Noregi og Al-Jazeera í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.