Sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga
Eftir leik kvennalandsliða Íslands og Serbíu í undankeppni HM 2011, þar sem íslenska liðið vann glæsilegan 5-0 sigur, voru nokkrir leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga.
Þóra B. Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðrún S. Gunnarsdóttir fengu allar afhenta knattspyrnustyttu í heiðursskyni fyrir að hafa leikið 50 landsleiki. Erna B. Sigurðardóttir og Ólína G. Viðarsdóttur fengu áletrað úr fyrir að ná 25 landsleikjum. Þá fékk Fanndís Friðriksdóttir landsliðsmerkið afhent.
Frá vinstri: Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir.
Ólína G. Viðarsdóttir vinstra megin og Erna. B. Sigurðardóttir hægra megin.
Fanndís Friðriksdóttir ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen gjaldkera stjórnar KSÍ og Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ.